Ingólfur Sigurðsson verður líklega lánaður í 2. deildarlið KV, að sögn Magnúsar Gylfasonar þjálfara Vals.
Magnús segir þetta við Fótbolti.net í dag. Ingólfur hefur bæði leikið með KR og Val á ferlinum, sem og í Hollandi og Danmörku.
Ingólfur er tvítugur og var hjá Lyngby í Danmörku þangað til að hann kom til Vals í vetur. Magnús segir að hann þurfi meiri leikæfingu áður en hann geti spilað með Val.
Valsmenn lánuðu einnig Sigurð Egil Lárusson í Víking, hans gamla félag, en Sigurður Egill var lengi vel meiddur í vetur.
Báðir leikmenn hafa spilað með yngri landsliðum Íslands.
Ingólfur á leið í KV
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Ronaldo segir þessum kafla lokið
Fótbolti



Niðurbrotinn Klopp í sjokki
Enski boltinn




Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn
Íslenski boltinn

