Erlent

Lofa að bæta kjör verkamanna í Bangladess

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Níu hæða verksmiðja hrundi til grunna í Dakka í Bangladess. Yfir þúsund manns létust.
Níu hæða verksmiðja hrundi til grunna í Dakka í Bangladess. Yfir þúsund manns létust. Mynd/AFP
Nokkrir vestrænir tískurisar hafa skrifað undir sérstakan samning til að tryggja öryggi starfsmanna í fatafyrirtækjum í Bangladess. Meðal þeirra eru  Zara, Benetton, Primark og H&M.  Bandarísku stórfyrirtækin Sears, Gap og Wall Mart ætla ekki að skrifa undir samninginn, en frestur til þess rennur út í dag. Þetta kemur fram á vef BBC.



Þrjár vikur eru síðan níu hæða fataverksmiðja í höfuðborginni Dakka hrundi til grunna með þeim afleiðingum að yfir þúsund manns létust. Margra er enn saknað. Í kjölfarið hefur hundruðum sambærilegra verksmiðja verið lokað af yfirvöldum vegna mikillar ólgu sem gripið hefur um sig meðal verkamanna.

 

Fimm þúsund króna mánaðarlaun

Atburðirnir hafa vakið mikla athygli á slæmum aðstæðum í verksmiðjum í Bangladess þar sem fjölmargir verslunarrisar láta framleiða vörur sínar. Útflutningur á vefnaðarvöru í Bangladess er sá næst stærsti í heiminum á eftir Kína og eru verkamenn í iðnaðinum yfir fjórar milljónir talsins. Verkamennirnir hafa hingað til verið nánast réttlausir, stéttarfélög eru engin og laun þeirra sem samsvarar 5.000 íslenskum krónum á mánuði.

 

Úrbótum lofað

Yfirvöld hafa lofað úrbótum og er samkomulagið skref í þá átt. Með því verða brunavarnir bættar og öryggisráðstafanir gerðar til að ganga úr skugga um að ekki verði fleiri stórslys í verksmiðjunum. Fyrirtæki sem skrifað hafa undir öryggissamninginn munu bera kostað á úrbótunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×