KFC-kjúklingi smyglað um jarðgöng til Gaza Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. maí 2013 16:31 Kjúllasmyglararnir þurfa meðal annars að ferðast um jarðgöng. Mynd/The New York Times „Franskarnar eru slepjulegar og kjúklingurinn löngu búinn að glata stökkleika sínum.“ Svona hefst grein sem The New York Times birtir á vef sínum í dag um smygl á kjúklingi frá KFC (áður Kentucky Fried Chicken) á milli Egyptalands og Gaza. „Það er okkar réttur að njóta bragðs sem fólk um allan heim nýtur,“ segir Khalil Efrangi, 31 árs verslunareigandi í Gaza sem býður borgarbúum upp á þjónustuna, en fyrir 27 dollara (um 3.200 krónur) er hægt að kaupa tólf bita kjúklingafötu sem er um fjórar klukkustundir á leiðinni. Efrangi er með vélhjólaflota á sínum snærum sem ferjar matinn á milli landamæranna með aðstoð leigubílstjóra, og hluti leiðarinnar er farinn um jarðgöng. Það eru engir nafntogaðir skyndibitastaðir á Gazaströndinni, þar sem um 1,7 milljón Palestínumanna búa, og miklar hömlur eru á flutningi fólks og varnings í og úr borginni. Árið 2011 opnaði KFC útibú í egypsku borginni El Arish, sem er skammt frá landamærunum, og í borginni Ramallah á Vesturbakkanum í fyrra. Myndaðist við þetta tækifæri fyrir íbúa Gaza til að nálgast þennan heimsþekkta en umdeilda skyndibita. Þegar vinir Efrangi smökkuðu KFC-kjúkling sem hann kom með frá El Arish í síðasta mánuði var ekki aftur snúið, og hefur fyrirspurnunum rignt yfir hann síðan. Hann ákvað því að sinna eftirspurninni. Tíu bita kjúklingafata kostar um 1.500 krónur á KFC í El Arish.Mynd/Facebook Nennir engu veseni Undanfarnar vikur hefur hann skipulagt fjórar vel heppnaðar sendingar, sem samanlagt innihalda fleiri en hundrað matarpantanir. Ferlið er flókið og byrjar Efrangi á því að panta matinn frá KFC-staðnum í El Arish og símsenda greiðslu fyrir hann. Egypskur leigubílstjóri sækir síðan matinn og fer með hann að landamærunum. Hinum megin við landamærin bíður palestínskur leigubílstjóri við eftirlitsstöð Hamas í borginni Rafah, þar sem öryggisverðirnir þekkja hann undir nafninu „Kentucky-maðurinn“. Þegar egypski bílstjórinn mætir á svæðið er sá palestínski látinn síga niður í jarðgöng þar sem hann gengur á móti tveimur drengjum sem draga matinn á eftir sér í kerru. Þegar maturinn kemur síðan í verslun Efrangis skutlast vélhjólamennirnir með hann heim til svangra kjúklingaunnenda. Efrangi nennir þó ekki neinu veseni og því er aðeins hægt að panta kjúklingabita, franskar, salat og eplaböku hjá honum. Adeeb al-Bakri, eigandi fjögurra KFC og Pizza Hut-staða á Vesturbakkanum, segir að hann hafi fengið leyfi fyrir að opna KFC í Gaza. Ferlið tekur þó sinn tíma, enda eru kröfur KFC um hráefni strangar. Bakri hafði ekki heyrt af þjónustu Efrangi og leist ekkert á fjögurra tíma langt ferðalag kjúklingsins. Hann sagði að á KFC-stöðum sínum væri kjúklingnum hent eftir hálftíma. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
„Franskarnar eru slepjulegar og kjúklingurinn löngu búinn að glata stökkleika sínum.“ Svona hefst grein sem The New York Times birtir á vef sínum í dag um smygl á kjúklingi frá KFC (áður Kentucky Fried Chicken) á milli Egyptalands og Gaza. „Það er okkar réttur að njóta bragðs sem fólk um allan heim nýtur,“ segir Khalil Efrangi, 31 árs verslunareigandi í Gaza sem býður borgarbúum upp á þjónustuna, en fyrir 27 dollara (um 3.200 krónur) er hægt að kaupa tólf bita kjúklingafötu sem er um fjórar klukkustundir á leiðinni. Efrangi er með vélhjólaflota á sínum snærum sem ferjar matinn á milli landamæranna með aðstoð leigubílstjóra, og hluti leiðarinnar er farinn um jarðgöng. Það eru engir nafntogaðir skyndibitastaðir á Gazaströndinni, þar sem um 1,7 milljón Palestínumanna búa, og miklar hömlur eru á flutningi fólks og varnings í og úr borginni. Árið 2011 opnaði KFC útibú í egypsku borginni El Arish, sem er skammt frá landamærunum, og í borginni Ramallah á Vesturbakkanum í fyrra. Myndaðist við þetta tækifæri fyrir íbúa Gaza til að nálgast þennan heimsþekkta en umdeilda skyndibita. Þegar vinir Efrangi smökkuðu KFC-kjúkling sem hann kom með frá El Arish í síðasta mánuði var ekki aftur snúið, og hefur fyrirspurnunum rignt yfir hann síðan. Hann ákvað því að sinna eftirspurninni. Tíu bita kjúklingafata kostar um 1.500 krónur á KFC í El Arish.Mynd/Facebook Nennir engu veseni Undanfarnar vikur hefur hann skipulagt fjórar vel heppnaðar sendingar, sem samanlagt innihalda fleiri en hundrað matarpantanir. Ferlið er flókið og byrjar Efrangi á því að panta matinn frá KFC-staðnum í El Arish og símsenda greiðslu fyrir hann. Egypskur leigubílstjóri sækir síðan matinn og fer með hann að landamærunum. Hinum megin við landamærin bíður palestínskur leigubílstjóri við eftirlitsstöð Hamas í borginni Rafah, þar sem öryggisverðirnir þekkja hann undir nafninu „Kentucky-maðurinn“. Þegar egypski bílstjórinn mætir á svæðið er sá palestínski látinn síga niður í jarðgöng þar sem hann gengur á móti tveimur drengjum sem draga matinn á eftir sér í kerru. Þegar maturinn kemur síðan í verslun Efrangis skutlast vélhjólamennirnir með hann heim til svangra kjúklingaunnenda. Efrangi nennir þó ekki neinu veseni og því er aðeins hægt að panta kjúklingabita, franskar, salat og eplaböku hjá honum. Adeeb al-Bakri, eigandi fjögurra KFC og Pizza Hut-staða á Vesturbakkanum, segir að hann hafi fengið leyfi fyrir að opna KFC í Gaza. Ferlið tekur þó sinn tíma, enda eru kröfur KFC um hráefni strangar. Bakri hafði ekki heyrt af þjónustu Efrangi og leist ekkert á fjögurra tíma langt ferðalag kjúklingsins. Hann sagði að á KFC-stöðum sínum væri kjúklingnum hent eftir hálftíma.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira