Erlent

Hungurverkfall í Guantanamo nú staðið í 100 daga

Jóhannes Stefánsson skrifar
Mótmælendurnir klæða sig eins og fangarnir í Guantanamo
Mótmælendurnir klæða sig eins og fangarnir í Guantanamo Mynd/ AP

Mótmælendur sem vilja láta loka Guantanamo-fangelsi afhentu í gær undirskriftalista með 370.000 undirskriftum þar sem þeir fara þess á leit að fangelsinu verði lokað. Í gær voru 100 dagar frá því að margir fanganna höfðu farið í hungurverkfall.

Mótmælendurnir söfnuðust saman í appelsínugulum samfestingum sambærilegum þeim sem fangar Guantanamo klæðast. Á einu mótmælaskiltinu stóð „ósiðlegt, ólöglegt, óáhrifaríkt."

Richard Killmer hjá samtökunum National Religious Campaign Against Torture sagði: „Fangelsisvist til fjölda ára án dóms eða ákæru hefur leitt til örvæntingar og vonleysis hjá mönnunum í Guantanamo, sem hefur orðið til þess að meira en 100 þeirra eru í hungurverkfalli."

Morris Davis, fyrrum yfirmaður í hernum og ákærandi í Guantamo afhenti undirskrifalistann í Hvíta húsinu.

Mótmælendur héldu á lofti líkneski af Obama, sem áminningu þess að Obama hefur áður lofað að loka fangelsinu.

102 af 166 föngum fangelsisins eru þáttakendur í hungurverkfallinu, en 30 þeirra eru nærðir með röri sem er þvingað inn um nef þeirra. Einn fanganna er kominn undir læknishendur en samkvæmt fangelsisyfirvöldum er hann ekki í lífshættu.

Nánar er fjallað um málið á vef Al Jazeera.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.