Erlent

Norður-Kóra skaut eldflaug í átt að Japan

Norður-Kórea hefur hótað öllu illu
Norður-Kórea hefur hótað öllu illu Mynd/ AP

Rússneska fréttastofan Russia Today fullyrðir að Norður-Kóreumenn hafi í morgun skotið á loft eldflaug í tilraunarskyni. Eldflauginni var skotið á haf út í átt að Japan og féll í sjóinn.

Norður-Kóreumenn skutu þremur eldflaugum á loft í tilraunarskyni í gær en Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt stjórnvöld í Pyongyang til að láta af þessum tilraunum. Aðeins þannig megi draga úr spennu á Kóreuskaganum.

Samkvæmt fréttastofu Reuters hafa Norður-Kóreumenn verið að skjóta skammdrægum eldflaugum frá landinu seinustu daga, þrátt fyrir viðvaranir vesturlanda um að láta af hernaðarbrölti sínu. Kommúnistaríkið hefur í nokkrar vikur hótað nágrönnum sínum í suðri og Bandaríkjamönnum hernaðaraðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×