Stórskemmtileg uppákoma átti sér stað í viðureign Chelsea og Basel í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í kvöld.
Chelsea komst í 3-1 í síðari hálfleik og leiddi í einvíginu 5-2 samanlagt. Vonin var því orðin lítil hjá leikmönnum Basel sem gerðu þó allt hvað þeir gátu til að minnka muninn.
Eftir vel útfærða sókn þar sem Petr Cech varði hörkuskot Svisslendinganna bjó leikmaður liðsins sig undir að taka hornspyrnu. Kappinn gerði nokkrar tilraunir til aðhlaups en öryggisverðir í appelsínugulum vestum gengu ítrekað í veg fyrir kappann.
Að lokum gat leikurinn haldið áfram eftir þessa undarlegu uppákomu.
Öryggisverðirnir stöðvuðu Basel
Tengdar fréttir

Chelsea í úrslit Evrópudeildarinnar
Evrópumeistarar Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 heimasigri á Basel. Enska liðið fer áfram 5-2 samanlagt.

Glæsimark David Luiz
Brasilíumaðurinn David Luiz skoraði mark kvöldsins í leik Chelsea og Basel í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Benfica mætir Chelsea í Amsterdam
Stuðningsmenn Benfica munu mála Lissabon rauða í nótt enda tryggði liðið sér sæti í úrslitaleik Evróupdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Fenerbahce í kvöld. Benfica mætir Chelsea í úrslitaleiknum.