Erlent

Meinað að svipta sig lífi

Jakob Bjarnar skrifar
Menn felldu tár þegar mál Marie Fleming var til umfjöllunar á Írlandi.
Menn felldu tár þegar mál Marie Fleming var til umfjöllunar á Írlandi.
Fötluð kona má ekki, samkvæmt úrskurði hæstaréttar á Írlandi, svipta sig lífi með hjálp vinar síns.

Þessi úrskurður féll í gær í fjölskipuðum réttinum. Sjö dómarar sögðu að ekkert í stjórnarskrá landsins, sem er undir verulegum áhrifum frá hinni kaþólsku trú, leyfði manndráp af mannúðarástæðum. Málið er þannig snúið að fjölmargir við réttarhöldin felldu tár. Lögmaður konunnar hélt því hins vegar fram að sjálfsvíg teldist ekki glæpur á Írlandi. Konan þjáist mjög og hún óttast mjög að kafna því hún getur varla kyngt munnvatni sínu.

Ítarlegar er fjallað um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×