Erlent

Beatrix drottning kveður krúnuna

Jakob Bjarnar skrifar
Hin vinsæla drottning Hollands kveður og við tekur sonur hennar vel látinn.
Hin vinsæla drottning Hollands kveður og við tekur sonur hennar vel látinn.
Beatrix, drottning af Hollandi, ætlar í dag að afsala sér völdum til sonar síns Willem-Alexander prins.

Hollenska þjóðin fagnar nú þessum merku tímamótum og er gert ráð fyrir því að hún fjölmenni til höfuðborgarinnar til að hylla hina vinsælu drottningu. Beatrix er orðin 75 ára gömul og afsalar sér nú völdum eftir 33 ár í hásætinu. Willem-Alexander, sem er 46 ára, mun verða fyrsti konungur Hollendinga síðan Willem III var og hét en hann dó árið 1890.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×