Erlent

Ótrúleg heppni íþróttafréttakonu

Boði Logason skrifar
Kelly Nash, og hafnaboltinn fyrir aftan hana.
Kelly Nash, og hafnaboltinn fyrir aftan hana. Mynd/Twitter
Það er óhætt að segja að íþróttafréttakonan Kelly Nash hafi sloppið með skrekkinn á dögunum þegar hún fékk næstum því hafnarbolta í höfuðið.

Nash var að vinna að umfjöllun um leik Houston Astros og Red Sox sem fór fram á laugardaginn. Á æfingu hjá Red Sox daginn áður fór hún upp á áhorfendapallana og tók sjálfsmynd af sér á símann sinn.

Þegar hún fór að skoða myndina stuttu síðar tók hún eftir hafnabolta í lausu lofti fyrir aftan sig.

„Framleiðandinn hafði nokkrum sinnum varað mig við því að boltar væru að lenda í stúkunni, en enginn af þeim var nálægt mér svo ég tók áhættuna og snéri baki í völlinn og tók mynd. Fjölskyldan mín var svo spennt yfir því að ég fengi að vinna umfjöllun á Fenway Park, og þegar ég ætlaði að senda þeim myndina tók ég eftir boltanum,“ segir hún.

„Ég sprakk úr hlátri fyrst og hélt að þetta væri eitthvað grín. En nú er ég alveg viss um að það séu englar á vellinum. Ég var með bíómynd í töskunni minni sem heitir Angels in the outfield,“ segir hún.

Fjölmiðlar telja að ekki hafi átt við myndina í myndvinnsluforritinu Photoshop og sama segir Kelly Nash á Twitter-síðu sinni.

Bíómyndin sem Kelly Nash var með í veskinu sínu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×