Erlent

Obama vill loka Guantanamo

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir Guantanamo fangabúðirnar ógna öryggi Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir Guantanamo fangabúðirnar ógna öryggi Bandaríkjanna. Mynd/ AFP.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, telur nauðsynlegt að sannfæra fulltrúadeild Bandaríkjaþings um að loka fangabúðunum í Guantanamo Bay. Hann segir að fangabúðirnar séu til þess fallnar að sannfæra öfgamenn í andúð sinni gegn Bandaríkjunum og að þær ógni öryggi Bandaríkjanna.

Það þarf að loka þessum búðum, sagði Obama á ráðstefnu í Hvíta húsinu. Um 100 fangar í Guantanamo eru í hungurverkfalli þessa dagana. Varnarmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur brugðist við þessu með því að senda 40 heilbrigðismenntaða starfsmenn hersins til þess að hjálpa þeim sem svelta sig, eftir því sem fram kemur í USA Today. 

Í kosningabaráttunni árið 2008 hafði Obama heitið því að loka Guantanamo á fyrstu árum sínum í embætti forseta. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt þegar fyrsta kjörtímabil hans hafði runnið sitt skeið á enda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×