Erlent

Þotan sem fórst var eitt sinn í þjónustu Atlanta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Boeing 747 þota sem fórst í Afganistan í gær, var eitt sinn í þjónustu Atlanta og hafði nokkru sinni flogið með Íslendinga í áhöfn og lent á flugvellinu þar sem hún fórst í gær. Frá þessu er meðal annars greint á vefnum alltumflug.is en einnig víðar.

Hreint hrikalegar myndir náðust af því þegar vélin brotlenti í gær. Sjö manns voru í vélinni og fórust þeir allir.

Talíbanar hafa lýst ábyrgð á hendur sér vegna flugslyssins en talsmenn Atlantshafsbandalagsins segja að verið sé að rannsaka orsakir slyssins en engar vísbendingar séu um að hryðjuverkamenn hafi valdið slysinu.

Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ til að sjá atvikið.

__________________

Leiðrétting kl. 22:20

Fyrr í kvöld var fullyrt að Atlanta hefði átt umrædda vél um tíma. Það er rangt, hún var í leigu hjá Atlanta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×