Innlent

Hundafundur á Ísafirði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hundaeigendur ætla að hittast í Edinborgarhúsinu klukkan 20 í kvöld og ræða stofnun félagsins.
Hundaeigendur ætla að hittast í Edinborgarhúsinu klukkan 20 í kvöld og ræða stofnun félagsins.
Hundaeigendur í Ísafjarðarbæ hyggjast stofna félag hundaeigenda á Vestfjörðum og sækja um sérstakt útivistarsvæði fyrir hunda í bæjarfélaginu. Bæjarins besta greinir frá.

Ætla hundaeigendur að hittast í Edinborgarhúsinu klukkan 20 í kvöld og ræða um stofnun félagsins, kjósa í stjórn, fara yfir reglur og ákveða hvaða landsvæði verður sótt um sem útivistarsvæði fyrir hunda. Allir eru velkomnir á fundinn.

Rolando Dia hundaeigandi segir í samtali við BB.is að mikilvægt sé fyrir hundaeigendur að geta sleppt hundunum lausum á afgirtu svæði þar sem þeir geti hlaupið og hreyft sig án þess að eigendurnir þurfi að hafa áhyggjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×