Erlent

Fluttur í fangelsi

Dzhokhar Tsarnaev, sem grunaður er um að hafa staðið að sprengjutilræðinu í Boston í síðustu viku, var í nótt fluttur af sjúkrahúsi í Fort Devens fangelsið í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Hinn nítján ára gamli Tjéténi fannst illa særður í bát fyrir viku síðan en þá hafði hann verið á flótt í nokkra daga. Bróðir hans, Tamerlan, lést í skotbardaga við lögreglu.

Fort Devens fangelsið er um 60 kílómetrum frá Boston. Í gær kom fram að bræðurnir ætluðu að sprengja sprengju á Times-torgi í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×