Erlent

Tsarnaev fluttur í fangelsi

Mynd/Facebook
Dzhokhar Tsarnaev, annar bræðranna sem grunaður er um að hafa staðið að sprengjutilræðunum í Boston í síðustu viku, var í gær færður í fangelsi. Hann hafði dvalist á sjúkrahúsi eftir umfangsmikla handtökuaðgerð lögreglunnar og ríkti mikil óánægja með að hann skyldi dveljast á sama sjúkrahúsi og mörg fórnarlamba árásanna.

Óljóst var um tíma hve góðum líkamlegum bata Tsarnaev myndi ná eftir handtökuna, en ástand hans er nú betra og var hann fluttur frá sjúkrahúsinu í fangelsið, sem staðsett er um 65 kílómetra vestur af Boston, í skjóli nætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×