Juventus hafði betur gegn Torino í borgarslag liðanna í ítalska boltanum í dag, 2-0. Juve er nú aðeins einu stigi frá ítalska meistaratitlinum.
Leikurinn þótti ekki mikil skemmtun en þeir Arturo Vidal og Claudio Marchisio skoruðu mörk Juventus á síðustu fimm mínútum leiksins eða svo.
Kamil Glik, leikmaður Torino fékk svo að líta rauða spjaldið eftir að hafa fengið tvö gul á aðeins þriggja mínútna tímabili á fjörlegum lokakafla leiksins.
Juve er með 80 stig á toppi deildarinnar og er með ellefu stiga forystu á Napoli sem vann 3-0 sigur á Pescara í gær. Birkir Bjarnason var á bekknum hjá Pescara og kom ekki við sögu.
Úrslit dagsins:
Torino - Juventus 0-2
Parma - Lazio 0-0
Palermo - Inter 1-0
Chievo - Genoa 0-1
Roma - Siena 4-0
Sampdoria - Fiorentina 0-3
AC Milan - Catania (kl. 18.45)
Juventus einu stigi frá titlinum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

