Erlent

Egg fílafugls fer fyrir metfé

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Egg fílafuglsins dugði sem máltíð fyrir stórfjölskylduna.
Egg fílafuglsins dugði sem máltíð fyrir stórfjölskylduna.
Steingervingur eggs fílafugls seldist á uppboði hjá Christie´s í vikunni sem leið á 11 milljónir króna.

Fílafuglinn er einn stærsti fugl sem vitað er að hafi lifað á jörðinni, hann gat orðið þriggja metra hár og orðið 350 kílóa þungur. Sannkallaður risafugl, stærsta skepna sem sem nokkru sinni hefur flogið, segir í uppboðsbæklingi hjá Christie´s. Og þó hann hafi líkast til ekki rifið í sig fíla, eins og nafnið gefur til kynna, þá er talið að hann hafi haft stór spendýr á matseðlinum.

Fílafuglinn var algengur fyrir 1.500 til 2.000 árum og bjó þá á Madagaskar; einn af þeim risafuglum sem var uppi samtíða mönnum. Honum var útrýmt en ekki er þó talið að það hafi einungis verið af mannavöldum heldur hafi þar spilað inní að aðstæður á jörðu breyttust fuglinum í óhag. En, það hefur líkast til ekki til að hjálpa uppá sakirnar að egg fílafuglsins var svo stórt og matarmikið að það eitt dugði í góða fjölskyldumáltíð.

Ekki er vitað hver keypti eggið, það var nafnlaus kaupandi, né heldur hvað hann ætlar sér með þennan steingerving.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×