Erlent

Játaði morð á Reddit

Þetta er myndin sem maðurinn birti með færslunni.
Þetta er myndin sem maðurinn birti með færslunni.
Notendur samskiptasíðunnar Reddit hafa leitað til bandarísku Alríkislögreglunnar eftir að kollegi þeirra játaði á sig morð í spjallþræði þar sem notendur voru hvattir til að játa syndir sínar.

Notandinn birti færsluna undir nafninu Naratto en þar sagðist hann hafa drepið unnusta systur sinnar.

Sá var háður amfetamíni og ákvað Naratto að sprauta stórum skammti í æð hans þegar hann var meðvitundarlaus. Hann segir að lögreglan hafi komist að þeirri niðurstöðu að banamein kærastans hafi verið of stór skammtur.

Færslan fékk hörð viðbrögð frá notendum en hátt í 3.200 manns svöruðu henni. Einn birti síðan persónuupplýsingar Naratto en hann hafði þá lokað aðgangi sínum.

Í spjallþræðinum játaði Naratto að það væru vissulega sannleikskorn í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×