Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla Hrund Þórsdóttir skrifar 2. apríl 2013 18:40 „Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. Píptest gengur út á að hlaupa vissa vegalengd endurtekið innan tímamarka og markmiðið er að hlaupa sem lengst. Foreldrar Rakelar Stefánsdóttur þurftu að fara með hana á spítala í kjölfar slíks prófs. „Hún getur varla talað, það er allt komið úr fókus, sjónin hjá henni, hún er með gríðarlegan flökurleika, höfuðkvalir og allt annað. Ég hélt að barnið væri komið með heilablóðfall," segir Stefán Hákonarson. Um slæmt mígreniskast vegna ofreynslu var að ræða og kveðst Stefán hafa eftir læknunum að tilfelli Rakelar sé ekki einstakt. Hann segir prófið gott fyrir íþróttafólk en er mótfallinn því að börn séu tekin úr skólastofum, jafnvel án undirbúnings, og sett í slík þolpróf. „Ég mun ekkert hætta fyrr en þetta verður tekið út úr grunnskólalögunum því við bíðum bara eftir að það verði stórslys." Stefán telur prófin jafnvel geta ýtt undir einelti, þar sem börn standi sig mjög misvel í þeim. Rakel segir suma óttast píptestin. „Alla vega margir sem ég þekki finnst þetta ekkert rosalega skemmtilegt. Af hverju? Ég veit það ekki, kvíða soldið fyrir og svona." Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur, hefur áhyggjur af slöku þreki hjá íslenskum ungmennum en segir meira aðkallandi að mæla hve mikið þau hreyfi sig en að mæla heilsufarsstuðla. „Það þarf að fara mjög varlega í hámarkspróf, sérstaklega þegar börn og unglingar eiga í hlut. Ástæðan er kannski sérstaklega sú að börn og unglingar hafa ekki þróað með sér eins sterka forvörn eða viðbrögð við þreytu eins og fullorðnir, þannig að það getur verið hætta á ferðum," segir Janus. „Við eigum ekki að reka á eftir börnum sem eru orðin þreytt." Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. Píptest gengur út á að hlaupa vissa vegalengd endurtekið innan tímamarka og markmiðið er að hlaupa sem lengst. Foreldrar Rakelar Stefánsdóttur þurftu að fara með hana á spítala í kjölfar slíks prófs. „Hún getur varla talað, það er allt komið úr fókus, sjónin hjá henni, hún er með gríðarlegan flökurleika, höfuðkvalir og allt annað. Ég hélt að barnið væri komið með heilablóðfall," segir Stefán Hákonarson. Um slæmt mígreniskast vegna ofreynslu var að ræða og kveðst Stefán hafa eftir læknunum að tilfelli Rakelar sé ekki einstakt. Hann segir prófið gott fyrir íþróttafólk en er mótfallinn því að börn séu tekin úr skólastofum, jafnvel án undirbúnings, og sett í slík þolpróf. „Ég mun ekkert hætta fyrr en þetta verður tekið út úr grunnskólalögunum því við bíðum bara eftir að það verði stórslys." Stefán telur prófin jafnvel geta ýtt undir einelti, þar sem börn standi sig mjög misvel í þeim. Rakel segir suma óttast píptestin. „Alla vega margir sem ég þekki finnst þetta ekkert rosalega skemmtilegt. Af hverju? Ég veit það ekki, kvíða soldið fyrir og svona." Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur, hefur áhyggjur af slöku þreki hjá íslenskum ungmennum en segir meira aðkallandi að mæla hve mikið þau hreyfi sig en að mæla heilsufarsstuðla. „Það þarf að fara mjög varlega í hámarkspróf, sérstaklega þegar börn og unglingar eiga í hlut. Ástæðan er kannski sérstaklega sú að börn og unglingar hafa ekki þróað með sér eins sterka forvörn eða viðbrögð við þreytu eins og fullorðnir, þannig að það getur verið hætta á ferðum," segir Janus. „Við eigum ekki að reka á eftir börnum sem eru orðin þreytt."
Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12