Íslenski boltinn

Von á fleiri stórstjörnum til Eyja?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson með nýja aðstoðarþjálfaranum sínum og markverði ÍBV, David James.
Hermann Hreiðarsson með nýja aðstoðarþjálfaranum sínum og markverði ÍBV, David James. Mynd/Vilhelm
„Það verða athyglisverðar fréttir af ÍBV á næstu 7-10 dögum," segir Óskar Örn Ólafsson, formaður meistaraflokksráðs ÍBV.

ÍBV samdi í gær við markvörðinn David James sem mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. James er næstleikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og margreyndur landsliðsmaður.

„Við erum alltaf að skoða í kringum okkur, bæði íslenska leikmenn og aðra," sagði Óskar Örn í samtali við Vísi í dag.

„Það er aldrei logn í kringum okkur, ekki frekar en áður," bætti hann við en var ófáanlegur til að gefa frekari upplýsingar um þá leikmenn sem eru í sigtinu hjá ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×