Erlent

Falleg stund á íþróttavelli - fékk drauminn uppfylltan

Jack Hoffman er sjö ára gamall piltur frá Nebraska í Bandaríkjunum sem berst við krabbamein í heila. Hans helsti draumur hefur verið að fá að spila með amerískan fótboltaliðinu með liði borgarinnar sem hann býr í.

Á dögunum fékk hann að fara heim í tvær vikur úr sextíu vikna lyfjameðferð. Leikmenn fótboltaliðsins nýttu tækifærið og leyfðu honum að skora snertimark, sem hefur alltaf verið hans æðsti draumur.

Hann hljóp upp völlinn og kom í mark við mikinn fögnuð sextíu þúsund áhorfenda. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Ég ætlaði að skora snertimark og mér tókst það," sagði Hoffmann við fjölmiðla eftir leikinn.

Aðalhetja liðsins sagði að það hafi verið ánægjulegt að vera hluti af þessari miklu gleðistund í lífi Hoffman. „Jack er baráttumaður, hann er sterkur strákur. Að sjá hann hlaupa þarna um völlinn er ótrúleg tilfinning. Draumur hans hefur orðið að veruleika."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×