Erlent

Thatcher fær konunglega útför

MYND/AP
Margrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður jarðsungin í næstu viku.

Jarðarför hennar mun fara fram í dómkirkju Heilags Páls í Lundúnum og verður sjónvarpað.

Barónessan lést á hótelherbergi sínu á Ritz-hótelinu í Lundúnum í gær en lík hennar var flutt þaðan í gærkvöldi.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að jarðarförin verði vegleg og ekki ósvipuð þeirri sem þær Elísabet drottningarmóðir og Díana prinsesa fengu á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×