Erlent

Pútín hæstánægður með berbrjósta mótmælenda

MYND/AP
Heldur undarleg uppákoma átti sér stað á fundi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Hanover í gær.

Þá vatt berbrjósta mótmælandi sér upp að Pútín með ópum og köllum. Hún hafði málað heldur ruddaleg skilaboð til forsetans og ríkisstjórnar hans á kroppinn.

Þegar fréttamenn spurðu Pútín út í atvikið sagðist hann hafa skemmt sér konunglega og fagnaði hann uppákomunni.

Svo virðist sem að Rússlandsforseti hafi loks fundið birtingarmynd andófs sem honum líkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×