Gömlu góðu dagarnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 21. mars 2013 08:30 Mynd/Nordic Photos/Bongarts Í æfingaleiknum gegn Rússlandi á Spáni í febrúar bauð Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari upp á afar forvitnilegt byrjunarlið. Alls fimm sóknarþenkjandi leikmenn, lipra og marksækna, með tveimur snöggum bakvörðum þar að auki. Á miðjunni var svo eitt akkeri (Emil Hallfreðsson) og svo miðverðir og markvörður fyrir aftan hann. Var þetta ekki örugglega íslenska landsliðið í knattspyrnu? Hvar voru gömlu góðu trukkarnir - tröllvöxnu sveitastrákarnir sem tóku viljann fyrir verkið og báru nákvæmlega enga virðingu fyrir andstæðingnum? Knattspyrnuhæfileikarnir voru kannski ekki þar í aðalhlutverki, heldur baráttuvilji, óbilandi trú og vilji til að ná sínu fram sama hvað það kostaði. Við höfum alltaf átt góða knattspyrnumenn (Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen, Pétur Pétursson og svo framvegis) en menn sem féllu í svo góðan flokk voru ef til vill ekki í meirihluta í landsliðinu í gamla daga. Þá var kallað á hina - gömlu góðu baráttuhundana sem lögðu sig ávallt alla fram og gott betur - og látið slag standa. Í dag er viðsnúningurinn á íslenska landsliðinu augljós. Í dag höfum við áhyggjur af minnihlutanum - þeim leikmönnum sem eru ekki hjá Tottenham, Ajax, Cardiff eða eru í hópi markahæstu leikmanna hollensku úrvalsdeildarinnar. Við veltum því fyrir okkur hvort að varnarmenn sem spila „bara" í Skandinavíu eða markverðir úr Pepsi-deildinni muni mögulega gjaldfella þá gullnu kynslóð af knattliprum miðju- og sóknarmönnum sem við eigum. Það er kannski ekki úr vegi að staldra aðeins við og rifja upp gömlu tímana. Þess fyrir utan er ekkert unnið enn. Við töpuðum fyrir Rússlandi (þó það sé engin skömm að því) og þegar uppi var staðið var landsliðsþjálfarinn talsvert ánægðari með varnarvinnuna en sóknarleik Íslands í þeim leik. Fyrstu fjórir leikirnir í undankeppninni hjá Íslandi bera þess þó merki að full ástæða er til að leyfa sér örlitla bjartsýni og tilhlökkun fyrir leikjum íslenska liðsins. Við fengum sex stig af tólf mögulegum og samanborið við síðustu undankeppnir stórmóta er það heilmikil bæting. Leikurinn gegn Slóveníu ytra á föstudag er prófsteinn fyrir landsliðsþjálfarann eins og reyndar allir leikir. Hans verkefni er að laða fram það besta úr leikmönnum Íslands en ljóst er að sjaldan hafa forverar hans í starfi haft úr svo öflugum hópi leikmanna að velja. Ég tel að Lagerbäck muni litlu breyta í liðsuppstillingu sinni á föstudag. Aron Einar Gunnarsson kemur aftur inn í liðið eftir leikbann á kostnað Emils og annað hvort Sölvi Geir Ottesen eða Hallgrímur Jónasson tekur stöðu Hjálmars Jónssonar í vörninni. Miðað við ummæli þjálfarans á blaðamannafundi í síðustu viku voru vandamálin í leiknum gegn Rússum helst hugarfarslegs eðlis – ekki í liðsuppstillingunni. Menn þurfa að passa boltann betur, vera aðeins kaldari og muna að þeir eru ekki að spila með Barcelona. Fyrst þessir menn gátu varist svona vel þá er rétt hægt að ímynda sér hvernig sóknarleik þeir geta boðið upp á. Gömlu, góðu baráttuhundarnir stóðu alltaf fyrir sínu og var erfitt að sakast við menn sem gáfu augljóslega allt sem þeir áttu eftir sára tapleiki. Ég vona, og tel reyndar líklegt, að nýja kynslóðin sem hefur rutt sér til rúms í landsliðinu beri sama baráttuanda í brjósti. Þá er strax heilmikið unnið. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Pistillinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjá meira
Í æfingaleiknum gegn Rússlandi á Spáni í febrúar bauð Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari upp á afar forvitnilegt byrjunarlið. Alls fimm sóknarþenkjandi leikmenn, lipra og marksækna, með tveimur snöggum bakvörðum þar að auki. Á miðjunni var svo eitt akkeri (Emil Hallfreðsson) og svo miðverðir og markvörður fyrir aftan hann. Var þetta ekki örugglega íslenska landsliðið í knattspyrnu? Hvar voru gömlu góðu trukkarnir - tröllvöxnu sveitastrákarnir sem tóku viljann fyrir verkið og báru nákvæmlega enga virðingu fyrir andstæðingnum? Knattspyrnuhæfileikarnir voru kannski ekki þar í aðalhlutverki, heldur baráttuvilji, óbilandi trú og vilji til að ná sínu fram sama hvað það kostaði. Við höfum alltaf átt góða knattspyrnumenn (Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen, Pétur Pétursson og svo framvegis) en menn sem féllu í svo góðan flokk voru ef til vill ekki í meirihluta í landsliðinu í gamla daga. Þá var kallað á hina - gömlu góðu baráttuhundana sem lögðu sig ávallt alla fram og gott betur - og látið slag standa. Í dag er viðsnúningurinn á íslenska landsliðinu augljós. Í dag höfum við áhyggjur af minnihlutanum - þeim leikmönnum sem eru ekki hjá Tottenham, Ajax, Cardiff eða eru í hópi markahæstu leikmanna hollensku úrvalsdeildarinnar. Við veltum því fyrir okkur hvort að varnarmenn sem spila „bara" í Skandinavíu eða markverðir úr Pepsi-deildinni muni mögulega gjaldfella þá gullnu kynslóð af knattliprum miðju- og sóknarmönnum sem við eigum. Það er kannski ekki úr vegi að staldra aðeins við og rifja upp gömlu tímana. Þess fyrir utan er ekkert unnið enn. Við töpuðum fyrir Rússlandi (þó það sé engin skömm að því) og þegar uppi var staðið var landsliðsþjálfarinn talsvert ánægðari með varnarvinnuna en sóknarleik Íslands í þeim leik. Fyrstu fjórir leikirnir í undankeppninni hjá Íslandi bera þess þó merki að full ástæða er til að leyfa sér örlitla bjartsýni og tilhlökkun fyrir leikjum íslenska liðsins. Við fengum sex stig af tólf mögulegum og samanborið við síðustu undankeppnir stórmóta er það heilmikil bæting. Leikurinn gegn Slóveníu ytra á föstudag er prófsteinn fyrir landsliðsþjálfarann eins og reyndar allir leikir. Hans verkefni er að laða fram það besta úr leikmönnum Íslands en ljóst er að sjaldan hafa forverar hans í starfi haft úr svo öflugum hópi leikmanna að velja. Ég tel að Lagerbäck muni litlu breyta í liðsuppstillingu sinni á föstudag. Aron Einar Gunnarsson kemur aftur inn í liðið eftir leikbann á kostnað Emils og annað hvort Sölvi Geir Ottesen eða Hallgrímur Jónasson tekur stöðu Hjálmars Jónssonar í vörninni. Miðað við ummæli þjálfarans á blaðamannafundi í síðustu viku voru vandamálin í leiknum gegn Rússum helst hugarfarslegs eðlis – ekki í liðsuppstillingunni. Menn þurfa að passa boltann betur, vera aðeins kaldari og muna að þeir eru ekki að spila með Barcelona. Fyrst þessir menn gátu varist svona vel þá er rétt hægt að ímynda sér hvernig sóknarleik þeir geta boðið upp á. Gömlu, góðu baráttuhundarnir stóðu alltaf fyrir sínu og var erfitt að sakast við menn sem gáfu augljóslega allt sem þeir áttu eftir sára tapleiki. Ég vona, og tel reyndar líklegt, að nýja kynslóðin sem hefur rutt sér til rúms í landsliðinu beri sama baráttuanda í brjósti. Þá er strax heilmikið unnið.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Pistillinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjá meira