Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er nú í Slóveníu þar sem liðið spilar við heimamenn í undankeppni HM á föstudaginn en þetta er fyrsti keppnisleikur liðsins á árinu 2013.
Það er góð stemmning í íslenska hópnum og menn taka upp á ýmsu til að halda uppi liðsandanum utan æfinganna.
Spurningakeppnin er fastur liður í ferðalögum og nú er komið í ljós hverjir skipa klárasta hópinn í landsliðinu. Það er greint frá niðurstöðum hennar á fésbókarsíðu landsliðsins.
Sigurliðið fékk verðlauna-lundann eftirsótta að launum. Það skipaði þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Alfreð Finnbogason, Ari Freyr Skúlason, Gunnleifur Gunnleifsson, Ólafur Ingi Skúlason og Steinþór Freyr Þorsteinsson. Þessir kappar náðu í 25 stig af 28 mögulegum, önnur lið fengu 23, 22 og 16 stig.
