Erlent

Vetrarhörkur herja á íbúa í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna

Vetrarhörkur og blindbylir hafa gert það að verkum að búið er að aflýsa yfir 1.100 flugferðum í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Einnig hefur öllum skólum verið lokað í ríkjunum Minnesota, Wisconsin og Illinois.

Flugumferð liggur niðri á alþjóðaflugvellinum O´Hare í Chicago en þar hefur snjókoman mælst á við 15 sentimetra af jafnföllnum snjó. Í fjallendi í fyrrgreindum ríkjum hefur snjókoman mælst allt að 40 sentimetrum.

Reiknað er með að veðurkerfið sem veldur þessu færi sig í dag að Atlantshafsströnd Bandaríkjanna og þegar er byrjað að aflýsa flugferðum á þeim slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×