Liverpool féll úr leik í Evrópudeild UEFA á dramatískan hátt í kvöld. Liðið lagði Zenit, 3-1, en féll úr leik á útivallarmarki Zenit.
"Mér fannst við vera ótrúlegir í þessum leik," sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, eftir leikinn.
Jamie Carragher gaf Zenit mark snemma leiks og eftir það varð Liverpool að skora fjögur. Liðið komst ansi nærri því.
"Margir héldu að þetta væri búið er við lentum undir. Við sýndum gæðin í þessu liði í staðinn.
"Við hefðum átt að fá víti í leiknum og við erum gríðarlega svekktir. Við töpuðum orrustunni en unnum stríðið því við erum á réttri leið."
Rodgers: Við vorum ótrúlegir í þessum leik

Mest lesið




Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn




Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn


Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
