John Carew, fyrrum leikmaður Aston Villa, Stoke City og West Ham United, fær eftir allt saman ekki tækifæri til að spila með ítalska félaginu Internazionale á þessu tímabili. Carew hefur ekki spilað fótbolta í tíu mánuði en var til reynslu hjá félaginu síðustu daga.
Internazionale vantar nauðsynlega framherja eftir að Argentínumaðurinn Diego Milito sleit krossband á dögunum. Carew er 33 ára gamall en þessi 197 sentímetra framherji skoraði 24 mörk í 91 landsleik fyrir Noreg á árunum 1998 til 2011.
Félagið birti hinsvegar yfirlýsingu á heimasíðu sinni í dag um það að John Carew fái ekki samning þar sem hann er ekki í nægjanlega góðu formi.
„F.C. International vill þakka norska framherjanum John Carew fyrir einlægan áhuga og þá fagmennsku sem hann sýndi. Núverandi líkamsástand hans er ekki nógu gott og kallar frekari æfingatíma sem er ekki samræmi við það sem félagið þarf á að halda," sagði í yfirlýsingunni.
John Carew fær ekki samning hjá Internazionale
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti