Erlent

Landbúnaðarráðherrar ESB funda um hrossakjötshneykslið

Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins munu koma saman til fundar í dag til að ræða hrossakjötshneykslið sem nú hefur náð til 16 landa innan sambandsins.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að á fundinum muni ráðherrarnir m.a. ræða hvernig hægt sé að endurvekja traust almennings í garð tilbúinna matvæla sem innihalda kjöt.

Þá verða einnig ræddar leiðir til þess að efla eftirlit með flutningi á kjöti milli landanna innan Evrópusambandsins og koma í veg fyrir að svona hneyksli komi upp að nýju í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×