Erlent

Nestlé innkallar tvo rétti vegna hrossakjöts

Svissneski matvælarisinn Nestlé hefur innkallað tvo ferska pastarétti með nautakjöti úr verslunum á Ítalíu og Spáni eftir að rannsókn leiddi í ljós að þeir innihéldu hrossakjöt.

Jafnframt hefur Nestlé hætt viðskiptum við kjötvinnslu í Þýskalandi. Talsmaður Nestlé segir í samtali við BBC að magnið af hrossakjöti hafi verið lítið en þó yfir einu prósenti.

Samhliða þessu hefur Nestlé gripið til ráðstafana og aukið gæðaeftirlit sitt til að koma í veg fyrir svipuð mál í framtíðinni hvað Evrópumarkaðinn varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×