Erlent

Ný kvikmynd frá Monty Python væntanleg

Félagarnir John Cleese, Terry Gilliam, Michael Palin og Terry Jones úr breska grínhópnum Monty Python hafa tekið höndum saman á ný. Þeir munu koma að gerð gamanmyndar í samstarfi við leikarann Robin Williams og Mike Medavoy, framleiðanda Life of Brian.

Kvikmyndin mun bera heitið „ Absolutely Anything" en tökur hefjast í Bretlandi í vor.

Sem fyrr er umfjöllunarefnið af heldur undarlegum toga. Söguþráður kvikmyndarinnar hverfist um ungan mann sem öðlast skyndilega mátt guðs. Þannig verður hann tilraunadýr geimvera sem freista þess að skilja hvernig völd spilla manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×