Erlent

Ekkert verður úr viðræðum Íran og BNA

MYND/AP
Æðstiklerkur Íran, Ali Khamenei, afþakkaði í dag boð Joe Bidens, varaforseta Bandaríkjanna, um að hefja viðræður um kjarnorkuáætun landins. Í ávarpi sínu sakaði klerkurinn Bandaríkjastjórn um yfirgang og ítrekaði að það væri óraunhæf óskhyggja Bandaríkjamanna að gera ráð fyrir að Íran gangi til viðræðna á meðan viðskiptaþvinganir eru við lýði.

Það var á þriðjudaginn sem Biden fór fram á að yfirvöld Íran funduðu með fulltrúum Bandaríkjanna. Daginn eftir herti Bandaríkjastjórn viðskiptaþvinganir sínar gegn Íran.

Íran hefur um árabil þurft að búa við þvinganir og refsiaðgerðir alþjóðasamfélagsins. Tilurð þeirra er kjarnorkuáætlun landsins en grunur leikur á að Íranir séu að þróa kjarnavopn. Yfirvöld þar í landi hafa þó þvertekið fyrir slíkar ásakanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×