Fyrrverandi lögga á flótta 7. febrúar 2013 22:33 Nordicphotos/Getty Lögreglumenn í Los Angeles leita fyrrum kollega síns sem grunaður er um að hafa drepið þrjá og sært tvo í skotárásum vestanhafs undanfarna daga. Lögreglumaðurinn fyrrverandi, hinn 33 ára gamli Christopher Dorner, er grunaður vegna bréfs sem hann á að hafa ritað. Þar hótar hann fjölmörgum lífláti, þar á meðal fyrrverandi félögum sínum í lögreglunni í Los Angeles. Í bréfinu varar Dorner alla lögreglumenn við því að þeim stafi ógn af sér hvort sem þeir séu á vakt eða ekki. Yfirvöld fylgjast grannt með mögulegum skotmörkum Dorner sem starfaði innan lögreglunnar á árunum 2005-2008. Honum var vikið úr starfi fyrir að segja ósatt. „Auðvitað veit hann hvað hann er að gera. Við þjálfuðum hann," sagði Charlie Beck lögreglustjóri í Los Angeles.Nordicphotos/GettyDorner er talinn hafa drepið Monicu Quan og unnusta hennar, Keith Lawrence, á sunnudagskvöld. Parið var á þrítugsaldri. Lík þeirra fundust í bifreið þeirra á bílastæði fyrir utan heimili þeirra í bænum Irvine í Kaliforníu-fylki. Faðir Quan, fyrrverandi lögreglumaður, hafði talað máli Dorner fyrir agadómstól sem vísaði honum úr starfi hjá lögreglunni árið 2008. Þá á Dorner að hafa drepið lögregluþjón við gæslu í bænum Riverside, skammt frá Irvine í morgun. Annar lögreglumaður slasaðist alvarlega þegar hinn grunaði á að hafa komið að fyrrum kollegum sínum úr launsátri. Tvær konur slösuðust í aðgerðum lögreglu í dag en þá skutu lögreglumenn á pallbíl sem talinn var í eigu Dorner. Önnur konan fékk tvö skotsár en líðan hennar er þó talin stöðug. Hin konan fékk að fara heim að lokinni skoðun. Nánar er fjallað um málið á fréttavefjum vestanhafs og einnig á vef BBC.Frá blaðamannafundi í Los Angeles í dag.Nordicphotos/Getty Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Lögreglumenn í Los Angeles leita fyrrum kollega síns sem grunaður er um að hafa drepið þrjá og sært tvo í skotárásum vestanhafs undanfarna daga. Lögreglumaðurinn fyrrverandi, hinn 33 ára gamli Christopher Dorner, er grunaður vegna bréfs sem hann á að hafa ritað. Þar hótar hann fjölmörgum lífláti, þar á meðal fyrrverandi félögum sínum í lögreglunni í Los Angeles. Í bréfinu varar Dorner alla lögreglumenn við því að þeim stafi ógn af sér hvort sem þeir séu á vakt eða ekki. Yfirvöld fylgjast grannt með mögulegum skotmörkum Dorner sem starfaði innan lögreglunnar á árunum 2005-2008. Honum var vikið úr starfi fyrir að segja ósatt. „Auðvitað veit hann hvað hann er að gera. Við þjálfuðum hann," sagði Charlie Beck lögreglustjóri í Los Angeles.Nordicphotos/GettyDorner er talinn hafa drepið Monicu Quan og unnusta hennar, Keith Lawrence, á sunnudagskvöld. Parið var á þrítugsaldri. Lík þeirra fundust í bifreið þeirra á bílastæði fyrir utan heimili þeirra í bænum Irvine í Kaliforníu-fylki. Faðir Quan, fyrrverandi lögreglumaður, hafði talað máli Dorner fyrir agadómstól sem vísaði honum úr starfi hjá lögreglunni árið 2008. Þá á Dorner að hafa drepið lögregluþjón við gæslu í bænum Riverside, skammt frá Irvine í morgun. Annar lögreglumaður slasaðist alvarlega þegar hinn grunaði á að hafa komið að fyrrum kollegum sínum úr launsátri. Tvær konur slösuðust í aðgerðum lögreglu í dag en þá skutu lögreglumenn á pallbíl sem talinn var í eigu Dorner. Önnur konan fékk tvö skotsár en líðan hennar er þó talin stöðug. Hin konan fékk að fara heim að lokinni skoðun. Nánar er fjallað um málið á fréttavefjum vestanhafs og einnig á vef BBC.Frá blaðamannafundi í Los Angeles í dag.Nordicphotos/Getty
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira