Erlent

Obama sver embættiseiðinn í dag

Barack Obama ásamt eiginkonu sinni, Michelle.
Barack Obama ásamt eiginkonu sinni, Michelle.
Barack Obama sver í dag embættiseið fyrir annað kjörtímabilið sitt sem forseti Bandaríkjanna við litla athöfn í Hvíta Húsinu.

Samkvæmt bandarísku stjórnarskránni skal forseti sverja eiðinn fyrir hádegi tuttugasta Janúar en þar sem sá dagur fellur á sunnudag mun opinber innsetning eiga sér stað á morgun með tilheyrandi skrúðgöngum og hátíðarhöldum, en þúsundir sjálfboðaliða hafa um helgina unnið við að setja upp tjöld og undirbúa morgundaginn.

Búist er við að um hálf milljón manna verði viðstödd hátíðarhöldin á morgun en það er einungis fjórðungur þeirra sem voru viðstaddir þegar Obama sór embættiseið í fyrsta skipti árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×