Erlent

Vetrarhörkur setja daglegt líf úr skorðum víða í Evrópu

Ekkert lát er á vetrarhörkunum sem sett hafa daglegt líf víða í Evrópu úr skorðum. Búist er við svipuðu veðri næstu daga.

Vetrarhörkurnar og snjókoman sem hefur fylgt þeim hefur sett flug- og bílaumferð úr skorðum, lestarferðir liggja niðri eða þeim seinkar verulega og í einstökum löndum berast fréttir um að þetta vetrarveður hafi kostað mannslíf. Þá hefur víða þurft að loka skólum.

Fresta þurfti fleiri hundruðum af flugferðum til og frá Heathrow og fleiri flugvöllum í Bretlandi um helgina. Þúsundir af flugfarþegum máttu dvelja næturlangt á gólfi flugstöðvarinnar á Heathrow. Einn af farþegunum þar um helgina sagði að ástandið hefði verið líkt og eftir náttúruhamfarir.

Fjölmargir reyndu að festa svefn á Heathrow-flugvelli um helgina.Nordicphotos/Getty


Stjórn Heathrow sagði í tilkynningu í morgun að miklar truflanir yrðu áfram á flugi þar fram eftir deginum.

Flugumferð fór einnig úr skorðum á alþjóðaflugvöllunum við París og þar þurfti að aflýsa um 40% af öllum flugferðum í gærdag. Á alþjóðaflugvellinum í Frankfurt þurfti að aflýsa mörgum ferðum og raunar lá allt flug niðri þar klukkustundum saman í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×