Erlent

Dómur í málinu gegn Berlusconi verður eftir þingkosningarnar

Dómarinn í réttarhöldunum í Mílanó þar sem Silvio Berlusconi er ákærður fyrir samræði við unglingsstúlku undir lögaldri hefur ákveðið að dómsuppkvaðning verði ekki fyrr en að loknum þingkosningunum á Ítalíu í næsta mánuði.

Þetta þykir sigur fyrir Belusconi og lögmenn hans. Berlusconi býður sig fram að nýju í þessum kosningum.

Andstæðingar Berlusconi segja að framboð hans sé eingöngu til að þinghelgin bjargi honum frá fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×