Erlent

Bjargað af brautarteinunum í Madríd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
51 árs gömul kona féll í yfirlið þar sem hún beið eftir neðanjarðarlestinni í Madríd, höfuðborg Spánar, í gær. Sem betur gekk spænsk lögreglukona vasklega til verks og kom henni til bjargar.

Illa hefði getað farið því nokkrum sekúndum eftir að konan fellur til jarðar sést lest koma aðvífandi. Annað fólk á brautarpallinum veifar þó til lestarinnar sem hægir á sér. Sem betur fer virðist lestin ekki hafa verið á mikilli ferð.

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögreglukonan nýtur svo hjálp fólks á brautarpallinum við að ná konunni af lestarteinunum. Konan var flutt á sjúkrahús í Madríd en meiðsli hennar eru sögð minniháttar.

Lögreglukonan var ekki á vakt en spænskir fjölmiðlar segja þetta í annað skipti sem hún bjargi mannslífi utan hefðbundins vinnutíma á innan við átta mánuðum. Þannig hafi hún bjargað fjögurra ára gamalla stelpu frá drukknun í Króatíu á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×