Erlent

Stuart Hall sakaður um nauðgun

Stuart Hall
Stuart Hall MYND/AFP
Breski sjónvarpsmaðurinn Stuart Hall hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn tíu ungum stúlkum.

Brotin beindust gegn stúlkum á aldrinum níu til sextán ára og áttu þau sér stað á nítján ára tímabili. Þá er hann sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri á áttunda áratugnum.

Hall, sem er áttatíu og þriggja ára gamall, er gamalreyndur dagskrárgerðarmaður og hefur unnið fyrir breska ríkisútvarpið í rúma hálfa öld. Mál Halls verður tekið fyrir dóm í febrúar. Hann neitar sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×