Erlent

Í mál við Subway - brjálaðir yfir 2,5 cm

Boði Logason skrifar
Hver bátur á að vera 12 tommur, en þessi bátur er einungis 11 tommur.
Hver bátur á að vera 12 tommur, en þessi bátur er einungis 11 tommur.
Tveir menn frá New Jersey í Bandaríkjunum hafa farið í mál við skyndibitakeðjuna Subway en þeir segja að bátarnir sem þeir keyptu á dögunum séu alltof litlir.

Stefnan var tekin fyrir af dómstólum á þriðjudag og sagði lögmaður félaganna við fjölmiðla að af 17 bátum, sem þeir keyptu á jafnmörgum stöðum í New Jersey, reyndust allir vera of litlir. „Þetta mál snýst um að fyrirtæki bjóði upp á þá vöru sem þau hafa lofað," sagði hann.

Heill bátur á að vera um 30 cm að lengd, en bátarnir sem þeir félagar keyptu reyndust einungis vera 27,5 cm. Þeir segja að það hafi vantað 2,5 cm á bátana.

Subway hefur ekki svarað ásökunum, en munu væntanlega þurfa að svara fyrir þessa 2,5 cm sem upp á vantar í réttarsal á næstu vikum.

Yfir 38 þúsund Subway-staðir eru út um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×