Erlent

Sigurvegarar SAG-verðlaunanna

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jennifer Lawrence var valin leikkona ársins.
Jennifer Lawrence var valin leikkona ársins. Mynd/Getty
Það voru þau Daniel Day-Lewis og Jennifer Lawrence sem voru sigurvegarar gærkvöldsins þegar SAG-verðlaunin (Screen Actors Guild Awards) voru veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles.

Lawrence skaut meðal annars leikkonunum Helen Mirren og Naomi Watts ref fyrir rass, en þær voru tilnefndar í flokki bestu leikkvenna í aðalhlutverki. Þótti Lawrence standa sig með afbrigðum vel í kvikmyndinni Silver Linings Playbook, en mótleikari hennar í myndinni, Bradley Cooper, laut í lægra haldi fyrir Day-Lewis í flokki karla.

Helstu verðlaunahafa kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Besti leikari í aðalhlutverki: Daniel Day-Lewis (Lincoln)

Besta leikkona í aðalhlutverki: Jennifer Lawrence (Silver Linings Playbook)

Besti leikari í aukahlutverki: Tommy Lee Jones (Lincoln)

Besta leikkona í aukahlutverki: Anne Hathaway (Les Misérables)

Besti leikhópur: Argo

Besti leikari í sjónvarpsþætti (drama): Bryan Cranston (Breaking Bad)

Besta leikkona í sjónvarpsþætti (drama): Claire Danes (Homeland)

Besti leikari í gamanþætti: Alec Baldwin (30 Rock)

Besta leikkona í gamanþætti: Tina Fey (30 Rock)

Besti leikhópur í sjónvarpsþætti (drama): Downtown Abbey

Besti leikhópur í gamanþætti: Modern Family




Fleiri fréttir

Sjá meira


×