Erlent

Frakkar tryggja yfirráð sín í Timbuktu

Hersveitir undir stjórn Frakka hafa tryggt yfirráð sín yfir borginni Timbuktu í Malí en borgin var frelsuð úr höndum íslamista í gærdag án teljandi bardaga.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að hermennirnir séu nú að ganga hús úr húsi í borginni til að tryggja að allir íslamistarnir séu á brott úr borginni. Um 1.000 franskir hermenn eru í Timbuktu og um 200 stjórnarhermenn.

Næst skref í aðgerðum Frakka verður að ná bænum Kidal og nágrenni úr höndum íslamistanna en Kidal er síðasta vígi þeirra í Malí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×