Fótbolti

Eiður sagður á leið til Club Brugge í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt belgískum fjölmiðlum ræddu forráðamenn Club Brugge við Eið Smára Guðjohnsen í fyrsta sinn í gær.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu síðustu daga en talið er að félögin muni í dag ganga um samkomulag um kaup Club á Eiði Smára frá grannliðinu Cercle Brugge.

Kaupverðið er sagt vera á bilinu 50-85 milljónir en samkvæmt samningi Eiðs Smára getur hann farið frítt til félaga utan Belgíu þann 31. janúar næstkomandi.

Eiður hefur skorað sex mörk í þrettán leikjum með Cercle í haust en liðið er í neðsta sæti belgísku deildarinnar. Yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge er Arnar Grétarsson, fyrrum samherji Eiðs Smára í íslenska landsliðinu.

Arnar var einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu þegar að félagið samdi við Eið Smára á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×