Fótbolti

Strachan tekur við skoska landsliðinu

Gordon Strachan.
Gordon Strachan.
Ísland mun ekki missa landsliðsþjálfarann sinn, Lars Lagerbäck, til Skotlands því Skotar eru búnir að ráða Gordon Strachan sem landsliðsþjálfara. Lagerbäck var á meðal þeirra þjálfara sem Skotar höfðu áhuga á.

Þessi fyrrum stjóri Celtic og Middlesbrough hefur samþykkt að taka að sér hið erfiða og krefjandi verkefni að þjálfa skoska landsliðið. Hann tekur við liðinu af Craig Levein sem var rekinn í nóvember síðastliðnum.

Strachan er goðsögn í skoska boltanum en hann lék á sínum tíma 50 landsleiki fyrir skoska landsliðið og tók þátt á HM 1982 og 1986 með liðinu.

Það hefur verið lítið að gera hjá Strachan síðan hann hætti hjá Boro í október árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×