Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2013 09:54 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. Frumvarpið felur meðal annars í sér 3,5% skatt á bókfærðri veltu ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veitti andsvar við frumvarpi ráðherrans og vitnaði í ummæli Jens Péturs Jensen úr viðtali á Vísi í gær. Þar kom fram að í könnun sem fyrirtækið lét gera og náði til fimmtíu landa hafi komið í ljós að ekkert landanna fimmtíu innheimti lénaskatt. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," sagði Jens Pétur í viðtalinu við Vísi í gær. Ögmundur sagði í svari sínu til Ásbjörns að við vinnslu frumvarpsins hefði verið hlustað á sjónarmið ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar sem mun sinna innheimtuhlutverkinu verði frumvarpið að lögum. „Við viljum koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir í arði út úr starfseminni. Það er vísað til þess í þessu frumvarpi og eftirlitið lítur meðal annars að slíkum þáttum. En um leið viljum við að fyrirtækinu vegni sem allra best því það eru hagsmunir samfélagsins. Þess vegna viljum við gæta að því að það sé ekki skattlagt um hóf og því sé búin umgjörð sem býr þessari starfsemi öryggi til frambúðar," sagði Ögmundur og bætti við að breytingar hefðu verið gerðar á eldra frumvarpi til þess að koma að einhverju leyti til móts við athugasemdir ISNIC. ISNIC greiddi 162 milljónir í arð til hluthafa sinna á árunum 2002-2006 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2011. Enginn arður var greiddur fyrir næstu fimm ár en árið 2011 voru 30 milljónir greiddar til eigenda í formi arðgreiðslna. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, er stærsti hluthafinn í ISNIC með 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar eru Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%) og Bárður Tryggason (16%). Hluthafar eru samtals 24 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í desember. Eftirlit með skráningaraðilum og rétthöfumÁsbjörn spurði Ögmund út í 15. grein frumvarpsins þar sem fram kemur að Póst- og fjarskiptastofnun fari, eftir atvikum, með eftirlit starfsemi skráningaraðila og rétthafa. Jens Pétur sagði í viðtalinu við Vísi í gær að greinin fæli mögulega í sér ritskoðun. „Það sem átt er við er að ef upp koma umkvartanir í tengslum við aðila sem reka lén þá er hægt að ganga úr skugga um að skráning sé réttmæt og farið að lögum og réttar upplýsingar gefnar fram," sagði Ögmundur. Innlent Tengdar fréttir Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. Frumvarpið felur meðal annars í sér 3,5% skatt á bókfærðri veltu ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veitti andsvar við frumvarpi ráðherrans og vitnaði í ummæli Jens Péturs Jensen úr viðtali á Vísi í gær. Þar kom fram að í könnun sem fyrirtækið lét gera og náði til fimmtíu landa hafi komið í ljós að ekkert landanna fimmtíu innheimti lénaskatt. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," sagði Jens Pétur í viðtalinu við Vísi í gær. Ögmundur sagði í svari sínu til Ásbjörns að við vinnslu frumvarpsins hefði verið hlustað á sjónarmið ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar sem mun sinna innheimtuhlutverkinu verði frumvarpið að lögum. „Við viljum koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir í arði út úr starfseminni. Það er vísað til þess í þessu frumvarpi og eftirlitið lítur meðal annars að slíkum þáttum. En um leið viljum við að fyrirtækinu vegni sem allra best því það eru hagsmunir samfélagsins. Þess vegna viljum við gæta að því að það sé ekki skattlagt um hóf og því sé búin umgjörð sem býr þessari starfsemi öryggi til frambúðar," sagði Ögmundur og bætti við að breytingar hefðu verið gerðar á eldra frumvarpi til þess að koma að einhverju leyti til móts við athugasemdir ISNIC. ISNIC greiddi 162 milljónir í arð til hluthafa sinna á árunum 2002-2006 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2011. Enginn arður var greiddur fyrir næstu fimm ár en árið 2011 voru 30 milljónir greiddar til eigenda í formi arðgreiðslna. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, er stærsti hluthafinn í ISNIC með 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar eru Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%) og Bárður Tryggason (16%). Hluthafar eru samtals 24 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í desember. Eftirlit með skráningaraðilum og rétthöfumÁsbjörn spurði Ögmund út í 15. grein frumvarpsins þar sem fram kemur að Póst- og fjarskiptastofnun fari, eftir atvikum, með eftirlit starfsemi skráningaraðila og rétthafa. Jens Pétur sagði í viðtalinu við Vísi í gær að greinin fæli mögulega í sér ritskoðun. „Það sem átt er við er að ef upp koma umkvartanir í tengslum við aðila sem reka lén þá er hægt að ganga úr skugga um að skráning sé réttmæt og farið að lögum og réttar upplýsingar gefnar fram," sagði Ögmundur.
Innlent Tengdar fréttir Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37