Erlent

Dreamliner þotur í Bandaríkjunum kyrrsettar ótímabundið

Bandarísk flugmálayfirvöld hafa kyrrsett ótímabundið þær Dreamliner þotur sem voru í rekstri í Bandaríkjunum. Um er að ræða sex slíkar þotur sem eru í eigu United Airlines.

Ákvörðun þessi kemur í framhaldi af því að 24 Dreamliner þotur hafa verið kyrrsettar í Japan vegna bilunnar í rafgeymi og rafeindabúnaði þeirra. Þar með er búið að kyrrsetja 30 af þeim 50 Dreamlinerþotum sem voru í rekstri í heiminum.

Í frétt Reuters um málið segir að leita verði aftur til ársins 1979 til að finna hliðstæða aðgerð á vegum flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum. Þá voru allar DC-10 farþegaþotur í landinu kyrrsettar vegna flugslyss í Chicago.

Nýjustu fréttir eru að flugmálayfirvöld í Evrópu og á Indlandi hafa einnig ákveðið að kyrrsetja Dreamliner þotur sem eru í notkun þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×