Erlent

Krefst ítarlegrar rannsóknar á hrossakjöti í hamborgurum

David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir það algerlega óviðunandi að hrossakjöt hafi fundist í hamborgurum sem seldir voru í nokkrum af stærstu verslunarkeðjum landsins, þar á meðal Tesco og Iceland.

Cameron hefur farið fram á að breska matvælaeftirlitið hefji strax nákvæma rannsókn á þessu máli. Í umræðum í breska þinginu í gærdag sagði Cameron að almenningur í Bretlandi hefði skiljanlega áhyggjur af því að hafa keypt hamborgara sem reyndust blandaðir með hrossakjöti.

Hlutir í Tesco féllu um 1,7% á markaðinum í London í kjölfar fregnanna um hrosskjötið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×