Erlent

Hitamet í Sydney, hitinn mælist nær 46 gráður

Hitinn í Sydney í dag er rétt tæplega 46 gráður.
Hitinn í Sydney í dag er rétt tæplega 46 gráður.
Borgarbúar í Sydney í Ástralíu upplifa nú heitasta daginn frá því að mælingar hófust. Hitinn í borginni í dag mælist rétt tæplega 46 gráður á celsíus.

Á sumum svæðum fyrir utan borgina er hitinn enn meiri eða 46,5 gráður. Fyrra hitamet í Sydney var í janúar árið 1939 þegar hitinn mældist rétt rúmlega 45 gráður.

Borgaryfirvöld hafa gefið út viðvörum til borgarbúa vegna hitans, menn eigi ekki að reyna á sig og halda sig í skugga ef nokkur kostur er.

Þá hefur hitinn skaðað raflínur í lestarkerfi borgarinnar og truflað umferðina með þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×