Enski boltinn

Redknapp: Aðeins algjör bjáni myndi klúðra því að stýra Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Queens Park Rangers, sendi Rafael Benitez smá skilaboð, í viðtali við BBC fyrir leik Chelsea og Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Chelsea-liðið hefur verið að komast á flug undir stjórn Benitez en Redknapp gerir lítið úr hlut spænska stjórans í því.

„Þú yrðir að vera algjör bjáni til þess að ná ekki árangri lið sem hefur menn eins og Eden Hazard, Juan Mata og Frank Lampard. Hann tók við leikmannahópi sem vann Meistaradeildina og þar með ætti hann að eiga möguleika á því að gera góða hluti," sagði Harry Redknapp.

Queens Park Rangers er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins einn sigur í tuttugu leikjum. Liðið hefur bara náð í 6 af 21 mögulegu stigum síðan að Redknapp tók við stjórnartauminum en QPR-liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum.

Chelsea er 28 stigum og 16 sætum á undan Queens Park Rangers fyrir Lundúnaslaginn í kvöld. Liðið er búið að vinna fjóra síðustu deildarleiki sína með markatölunni 14-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×