Enski boltinn

Demba Ba með tvö mörk í fyrsta leiknum með Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Demba Ba var á skotskónum í sínum fyrsta leik með Chelsea en hann skoraði tvö mörk þegar Chelsea vann 5-1 sigur á Southampton í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Southampton skoraði fyrsta markið en Chelsea svaraði með fimm mörkum.

Chelsea keypti Demba Ba frá Newcastle fyrir helgi og hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Fernando Torres sem sat allan leikinn á bekknum.

Jay Rodriguez kom Southampton í 1-0 á 22. mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu frá Jason Puncheon en Demba Ba jafnaði á 35. mínútu eftir að hafa fylgt eftir skoti Juan Mata á marklínunni.

Victor Moses kom Chelsea síðan í 2-1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með góðu skoti úr teignum eftir að hafa fengið sendingu frá fyrirliðanum Ashley Cole.

Branislav Ivanovic kom Chelsea í 3-1 á 52. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Juan Mata og Demba BaDemba skoraði síðan sitt annað mark með skoti úr teignum eftir flotta sendingu frá Eden Hazard.

Frank Lampard kom síðan inn á sem varamaður og skoraði fimmta markið úr vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru til leiksloka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×