Enski boltinn

Swansea og Arsenal skildu jöfn í mögnuðum leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal og Swansea gerðu , 2-2, í ensku bikarkeppninni í dag eftir magnaðan síðari hálfleik en staðan var 0-0 í hálfleik.

Michu skoraði fyrsta mark leiksins um hálftíma fyrir leikslok en hann var nýkominn inná völlinn af varamannabekknum. Leikmenn Arsenal fóru þá í gang og sóttu án afláts næstu mínútur en áttu í vandræðum með að koma knettinum í netið.

Tíu mínútum fyrir leikslok náði Lukas Podolski að jafna metin fyrir Arsenal og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Kieran Gibbs annað mark Arsenal í leiknum og virtist ætla tryggja gestunum sigurinn í leiknum.

Heimamenn neituðu að gefast upp og það var Danny Graham sem jafnaði metin fyrir Swansea þrem mínútum fyrir leikslok.

Niðurstaðan því 2-2 jafntefli og þurfa liðin að mætast aftur á Emirates-vellinum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×