Enski boltinn

Liverpool áfram í bikarnum - Suárez með ólöglegt mark

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool komst áfram í enska bikarnum eftir sigur, 2-1, á Mansfield á Field Mill-vellinum en Daniel Sturridge skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í leiknum.

Það tók Sturridge aðeins sjö mínútur að komast á blað þegar hann slapp einn í gegn og lagði boltann snyrtilega framhjá Alan Marriott í marki Mansfield.

Staðan var 1-0 í hálfleik. Luis Suárez, leikmaður Liverpool, kom inná völlinn á 56. mínútu leiksins fyrir Daniel Sturridge en það tók Suárez aðeins þrjá mínútur að koma Liverpool í 2-0.

Suárez lagði boltann aftur á móti fyrir sig með hendinni í aðdraganda leiksins og átti markið aldrei að standa. Matt Green minnkaði muninn fyrir Mansfield tíu mínútum fyrir leikslok en lengra komust þeir ekki og Liverpool því áfram í fjórðu umferð bikarsins.

Þar mæta þeir Oldham 26. eða 27. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×